Færsluflokkur: Matur og drykkur
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Kartöflubuff
Kartöflubuff.
Ofboðslega einfalt og mjög gott.
Soðnar skrælaðar kartöflur (heitar eða kaldar)
Haframjöl
Grænmetiskraftur
Krydd eftir tilfinningu kokksins hverju sinni Soðnar skrælaðar kartöflur hrærðar vel í hrærivél. Haframjöli bætt útí, þar Til orðið er deig deig sem klístrast ekki/lítið við skálina. Þá er grænmetiskrafturinn settur útí og síðan er deigið Kryddað eftir smekk hverju sinni, t.d. með karrý, cummin og svörtum pipar. Síðan eru mótaðar litlar bollur sem eru flattar út í lítil buff og steikt á pönnu með smá olíu. Borið fram með góðu salati og ostasósu (úr smurosti, gerð eftir uppskrift á botninum á dósinni)