Kalkúnauppskrift

Þessi uppskrift af Kalkúna er ótrúlega góð og fljótleg.

Kryddleginn Kalkúni
1 kalkúnn, 5-6 kg
250 gr gróft salt
75 gr sykur
1 msk óregano
1 msk timían
2 tsk nýmalaður pipar
1 tsk kanill
1 tsk engifer
½ tsk chilipipar
Auk þess a.m.k 5 lítrar kalt vatn.
Látið kalkúnin þiðna. Sjóðið 1 lítra af vatni í potti, setjið salt, sykur og krydd út í og hrærið þar til saltið er alveg uppleyst. Hellið leginum þá í ílát, nægilega stórt til að rúma kalkúnann og hellið 3-4 lítrum af ísköldu vatni saman við. Látið löginn kólna vel. Setjið svo kalkúnann út í, best að bringurnar snú niður, og bætið við ísköldu vatni þar til flýtur yfir. Setjið lok yfir og látið standa á köldum stað í að a.m.k 8 klst en helst í 1-1 ½ sólarhring. Takið þá kalkúnann og skolið vel úr köldu vatni og þerrið svo. Láta hann svo standa við stofuhita í ½ - 1 klst.
1 appelsína
1 sítróna
1 laukur
3 msk olía
nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 240-250°c. Skerið appelsínuna, sítrónuna, laukinn í bita og setjið inn í fuglinn. Setjið hann í olíuborið steikarfat, penslið hann með olíu og stráið pipar yfir eftir smekk. Þegar fuglinn hefur tekið góðan lit eða eftir c.a 20 mín, á að breiða lauslega yfir hann álpappírsörk. Steikja áfram án þess að lækka hitann þar til kjöthitamælir sem stungið hefur verið í innanvert lærið sýnir 70°c. Það ætti að taka um 1 klst og 25 mín fyrir fugl af þessari stærð. Ýta nokkrum sinnum til á steikarfatinu svo hann brenni síður við botninn, en reynið annars að opna ofninn sem minnst. Takið fuglinn út þegar hann er tilbúinn, hafið álpappírinn yfir honum og breiðið jafnvel handklæði yfir líka til að halda hitanum. Látið standa í hálftíma eða lengur.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband