Lasagna sem telur fáar hitaeiningar

Þessi uppskrift af lasagna er einföld og mjög góð. Ég fékk hana í matreiðslubók sem byggir á danska kúrnum.

Lasagna

30 gr lasagnaplötur
170 gr hakkað magurt nautakjöt
100 gr gulrætur
50 gr hakkaður laukur
50 gr púrrulaukur í sneiðum
1/2-1 dós hakkaðir tómatar í dós
timian og basilikum
2 lauf hvítlaukur
salt og pipar

Brúnið kjötið og bætið lauknum og brúnið þar til hann er glær. Þá er hvítlaukurinn settur saman við. Tómarnir í dósinni eru svo settir út í og svo gulrætur og púrrulaukur. Láta malla í 10 mín. og bragðbæta með salti og pipar.

Bechamelsósa

2 1/2 dl undanrenna
3 tsk maizenamjöl
salt og pipar
smá múskat ef vill

Setjið undanrennu í pott, jafnið með maizenamjöli og bragðbætið með salti, pipar og múskat. Setjið til skiptist í elfast mót lasagnaplötur, kjötsósu og bechamelsósu. Bakað í ofni við 200° í 45 mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband